Sumar

Rauris dalurinn

Rauris dalurinn er 30 km langur og oft kallaður “Gulldalur Alpanna“. Í dalnum hefur tekist að varðveita þjóðlegar hefðir og þar er stórkostlegt landslag með óspilltri náttúru og fjallasýn enda er dalurinn hluti af stærsta þjóðgarði Austurríkis, Hohe Tauern National Park.

  • Blóm á vegg
  • Austurrískar kýr í sveitinni
  • Blóm og kirkjan í Rauris
  • Blóm í miðbæ Rauris

Afþreying

Rauris dalur er fjölskylduvænn staður og þar eru ýmsar afþreyingar í boði. Meðal annars er hægt að fara í fjallgöngur, hjólaferðir, leita að gulli, klifra í gljúfri, fara í vatnaleiðangra, skíða á jökli eða fylgjast með konungi fuglanna.

  • Fuglatemjari með fálka
  • Hjól, hús og fjöll
  • Paragliding við Zell am See
  • Sumarskíðun á Kitzsteinhorn

Fjallaklifur í gljúfri

Fremst í Rauris dalnum er stórkostlegt gljúfur, Kitzlochklamm, með göngu-og klifurleiðum. Hægt er að ganga upp eða niður gljúfrið eftir göngustíg og á pöllum. Á nokkrum stöðum í gljúfrinu eru fjölbreyttar klifurleiðir, sem henta allri fjölskyldunni. Hægt er að leigja klifurbúnað.

  • Fólk að ganga í gljúfri
  • Klifrari
  • Stúlka á göngustíg
  • Göngupallar í gljúfri
  • Klifurlína og karabínur
  • Klifrari

Göngu- og hjólaleiðir

Í fjöllunum umhverfis dalinn eru um 30 fjallaskálar og fjöldi gönguleiða milli þeirra. Einnig eru nokkrar hjólaleiðir, inn dalinn og upp í hlíðarnar. Hægt er að leigja fjallahjól og rafmagnshjól og víða í dalnum eru hleðslustöðvar fyrir rafmagnshjól.

  • Vatn og fjallshlíðar
  • Hjól, fjallskáli, skilti
  • Gönguleið og hlið
  • Stúlka í gönguferð
  • Gönguleiðaskilti
  • Skilti með upplýsingum um dýr

Fyrir börnin

Í Rauris og nágrenni er ýmis konar afþreying fyrir fjölskyldufólk. Þar er hægt að leita að gulli, fara í ratleik, heimsækja leiksvæði, minigolf, sundlaug, fara upp með kláf eða heimsækja dýragarð í næsta dal.

  • Börn að leika á vatnasvæði
  • Sumargarður leiksvæði
  • Stelpa í klifri
  • Krakkar í dýragarði
  • Börn að leika í læk
  • Sleðabraut (rodelbahn) í Kaprun

Hohe Tauern þjóðgarðurinn

Rauris er í Hohe Tauern þjóðgarðinum sem er stærsti þjóðgarður Austurríkis. Hann var stofnaður árið 1980 og var fyrsti þjóðgarður Austurríkis, 1,856 km² að stærð.

  • Austurrískt landslag, bekkir, vatnshani og gróður
  • Lichtensteinklamm í St.Johann

Vegalengdir frá Rauris