Dagsferðir á sumrin

Rauris er miðsvæðis í Ölpunum og þaðan er hægt að fara í dagsferðir á marga af áhugaverðustu ferðamannastaði Austurríkis. Einnig er stutt að keyra til Þýskalands.


Göngupallar í gljúfri

Kitzlochklamm

Stórkostlegt gljúfur fremst í Raurisdalnum. Þar er hægt að ganga um gilið eða fara í klifur (klettersteigen). Gönguleiðin hefst í Taxenbach eða efst í gilinu við afleggjarann til Embach.


Zell am See

Zell am See er þekktur ferðamannabær þar sem hægt er að njóta útivistar við vatnið. Sundlaug, sigling, sólbaðsströnd, hjólabátar o.fl. Frá Rauris eru 27 km til Zell am See.


Börn að leika á vatnasvæði

Fjallgöngur í Rauris

Á sumrin er margt um að vera á skíðasvæði Rauris. Hochalmbahnen kláfurinn er opinn og í fjallinu er hægt að fara í gönguferðir, vatnaleiðangra, gullleit, stíflugerð fyrir krakka, ratleik og horfa á fuglasýning. Hægt er að fara upp með kláfnum og ganga niður eða taka kláfinn aftur niður.


Hjól, fjallskáli, skilti

Hjólaferð í Raurisdalnum

Raurisdalurinn skiptist í tvennt innst í dalnum og hægt er að hjóla inn báða dalina, Hüttwinkltal og Seidlwinkltal. Hjólaleiga er í Rauris þar sem hægt er að velja um fjallahjól eða rafmagnshjól. Auðvelt er að hjóla inn dalinn en einnig er hægt að hjóla upp í fjöllin eftir hjólastígum.


Gull leit í Rauris dalnum

Innst í Rauris dalnum (Bodenhaus) er hægt að leita að alvöru gulli og taka með sér heim, en dalurinn er þekktur fyrir gull leit á árum áður.


Fuglatemjari með fálka

Fuglasýning

Í Hochalm (fjallaskáli á skíðasvæðinu) eru reglulega haldnar fuglasýningar á stórum fuglum. Farið er upp með kláfnum Hochalmbahnen.


Krakkar í dýragarði

Dýragarðurinn Ferleiten

Í Fusch, næsta dal við Rauris, er dýragarður þar sem dýrin eru í sínu náttúrulega umhverfi. Við dýragarðinn er einnig lítill skemmtigarður með einföldum leiktækjum fyrir börn á öllum aldri.


Grossglockner fjallvegurinn

Í næsta dal við Rauris er hæsti fjallvegur Austurríkis, Grossglockner Hochalpenstrasse. Fjallvegurinn er opinn á sumrin, er um 50 km langur og liggur í um 2400 m hæð. Stórkostlegt útsýni yfir Alpana og Grossglockner, hæsta fjall Austurríkis.


Krimmler fossar

Krimmler wasserfall er hæsti foss Evrópu og er innst í Salzach dalnum. Þar eru fallegar gönguleiðir og einnig mjög skemmtilegur og fróðlegur vatnsleikjagarður fyrir börn. Frá Rauris til Krimml eru 75 km.


Arnarhreiðrið

Arnarhreiðrið (Kehlsteinshaus) í Berchtesgaden er þekkt sem sumardvalarstaður Hitlers. Berchtesgaden er í Þýskalandi og er um 80 km frá Rauris.


Kitzsteinhorn

Kitzsteinhorn er í rúmlega 3000 m hæð og þar er hægt að skíða á sumrin. Þar er einnig hægt að fara í útsýnisferð upp og niður með kláfum. Veitingastaður er efst í fjallinum með stórkostlegu útsýni yfir Alpana. Þar eru einnig göng í gegnum fjallið sem enda á útsýnispalli. Keyrt inn Kaprun dalinn til að komast að Kitzsteinhorn kláfunum. Kaprun er um 30 km frá Rauris.


Hochgebirgsstausen

Innst í Kaprun dalnum er Hochgebirgsstausen stíflan. Þar er hægt að fara upp með fjallalest og rútu. Fjölbreyttar gönguleiðir, fjallaklifur og fræðslusetur eru við stífluna.


Salzburg

Salzburg er stærsta borgin í Salzburger héraðinu. Borgin er þekkt fyrir að vera fæðingarstaður Mozarts og þar er hægt að fara á Mozart safnið ásamt mörgum áhugaverðum stöðum. Salzburg er á heimsminjaskrá UNESCO. Frá Rauris eru 95 km til Salzburg.


Hallstatt

Hallstatt er mest sótti ferðamannabær Austurríkis. Bærinn stendur í brekku við Hallstattesee og er á heimsminjaskrá UNESCO. Við bæinn eru saltnámur sem vert er að heimsækja. Hallstatt er 100 km frá Rauris.