Staðsetning

Rauris er í Salzburger héraði í Austurríki. Bærinn er í 950 m hæð í Hohe Tauern þjóðgarðinum og íbúar bæjarins eru rúmlega þrjú þúsund. Rauris er þekktur ferðamannabær en er laus við massatúrisma eins og víða þekkist í stærri bæjum í Ölpunum.

Göngu- og skíðasvæði

Rauris bíður upp á fjölbreytta útivistarmöguleika jafnt sumar sem vetur. Þar er skíðasvæði, fjölbreyttar göngu-og hjólaleiðir, fjallaskálar, fjölbreytt afþreying fyrir börn og fjölskyldufólk, klifurleiðir, gullleitarsvæði og stórkostleg ósnert náttúra.

Brú og Ráris megamerki

Húsið er staðsett í Schiefergasse 1 í Rauris

Flug frá Íslandi

Frá Íslandi er auðveldast að fljúga til Munchen en þangað er daglegt flug með Icelandair allt árið. Hægt er að fá ódýra bílaleigubíla á flugvellinum. Styðsta leiðr frá flugvellinum í Munchen til Rauris eru 226 km.

Frá flugvellinum í Munchen er fljótlegast að keyra eftir hraðbrautinni í gegnum Salzburg. Eftir hraðbrautinn eru leiðin til Rauris 259 km. Kaupa þarf hraðbrautarmiða í Austurríki.

Hægt er að taka tengiflug í gegnum aðra flugvelli, t.d.London, Kaupmannahöfn eða Berlin, til Salzburg. Icelandair og Play fjúga til Salzburgar á laugardögum frá miðjum desember til mars. Frá Salzburg til Rauris eru 98 km.