Vetur

Skíðasvæðið í Rauris

Skíðasvæðið í Rauris er í göngufæri frá húsinu. Það er aðeins 5 mínútna gangur að stólalyftunni Kreuzbodenlift. Í Rauris dalnum er einnig gönguskíðasvæði og sleðabrekka.

  • 33 km af skíðaleiðum
  • 10 lyftur
  • Efsta lyfta í 2.175 m hæð
  • Fjölbreyttar skíðabrekkur (bláar, rauðar og svartar)
  • Funslope-leikjabraut
  • Off-piste leiðir
  • Fjallaskíðaleiðir
  • Sleðabraut
  • Veitingastaðir
  • Skíðaleiga
  • Skíðaskólar
  • Barnalyftur
  • Intersport útivistarverslun
Á skíðasvæðinu eru 10 lyftur og fjölbreyttar brekkur

Skíðasvæðið í Rauris er fjölskylduvænt skíðasvæði sem hefur hlotið fjölda verðlauna. Þar er nóg pláss fyrir alla og engar biðraðir í lyftur. Skíðasvæðið er laust við “massatúrisma” eins og víða þekkist á stórum skíðasvæðum í Ölpunum.

Hægt er að fara upp á skíðasvæðið með tveimur lyftum úr bænum. Annars vegar Kreuzbodenlift sem er stólalyfta (5 mínútna gangur frá húsinu) og hins vegar Hochalmbahn sem er kláfur (12 mín.gangur frá húsinu). Ókeypis skíðabus er í lyfturnar og inn Rauris dalinn. Á skíðasvæðinu er stórkostlegt útsýni yfir Alpana og topplyftan fer upp í 2.175m hæð.

Snjóframleiðsla er á skíðasvæðinu og því tryggt að nóg snjór er yfir veturinn. Skíðasvæðið er opið alla daga frá miðjum desember til páska (kl.9-16).

Vetrarparadís í Rauris dalnum

Í Rauris dalnum eru 35 km langar gönguleiðir þar sem hægt er að ferðast fótgangandi eða á snjóþrúgum.

Gönguskíði

Gönguskíðabrautir eru í Rauris dalnum, bæði við Rauris bæinn og einnig innar í dalnum, hjá Bucheben og Bodenhaus.

Fjallaskíði

Í Raurisdalnum eru nokkrar merktar fjallaskíðaleiðir. Tvær fjallaskíðaleiðir eru úr Rauris bænum upp á skíðasvæðið og einnig eru merktar fjallaskíðaleiðir innar í dalnum, m.a.upp að Hohe Sonnblick sem er í rúmlega 3000m hæð.

Skíðapassar

Hægt er að kaupa skíðapassa sem gildir á Rauris skíðasvæðinu og eru ýmis tilboð í gangi. Einnig er hægt að kaupa Superskicard sem gildir á 85 skíðasvæðum.

Sleðaferðir og ísklifur

Á skíðasvæðinu er rúmlega 2 km löng sleðabrekka. Farið er upp með stólalyftunni Kreuzbodenbahn, sem er í 5 mínútna göngufæri frá húsinu, upp í Krouzbodenhütte sem er í 1300m hæð. Tvisvar í viku er hægt að fara í kvöldferð á sleða í upplýstri braut. Hægt er að fá lánaða sleða í lyftustöðinni og í skálanum Kreuzbodenhütte. Í Intersport í miðbænum er einnig hægt að leigja sleða. Í húsinu eru 2 sleðar sem gestir hafa afnot af.

Í Kolm Saigurn fjallasvæðinu er ísklifursvæði þar sem hægt er að klifra upp háa ísturna og velja um 13 mismunandi ísfossaleiðir. Þar er einnig löng sleðabrekka þar sem hægt er að ganga upp eða fá far með vélsleða og renna sér niður á sleða.

  • Kofi í snjó
  • Skilti Rodelbahn
Hestvagn og hestar

Hestvagnaferðir

Boðið er uppá hestvagnaferðir um Rauris

Í Rauris eru 3 skíðaskólar sem bjóða uppá kennslu við allra hæfi.

Skíðaskóli Adventure Rauris – almennt skíðakennsla fyrir börn og fullorðna, hóp-og einkatímar, skíði og snjóbretti.

Skischule Maier -almennt skíðakennsla fyrir börn og fullorðna, hóp-og einkatímar, skíði og snjóbretti.

Skischule Hohe Tauer – almenn skíðakennsla og einnig kennsla á göngu- og fjallaskíði.

Skíðasvæði í nágrenni Rauris

Í nágrenni Rauris eru mörg stór skíðasvæði og stutt að keyra þangað fyrir þá sem vilja fleiri brekkur. Á öllum skíðasvæðum eru stór bílastæði eða bílastæðahús. Hægt er að kaupa skíðakort, Superskicard, sem gildir á 85 skíðasvæðum í Rauris og nágrenni. Tilvalið fyrir þá sem vilja meiri fjölbreytni og flakk á milli skíðasvæða.

Kaprun/Zell am See (30 km)
Gasteinertal (22 km),
Alpendorf/St.Johann i.Pongau (31 km)
Hochkönig (25 km)
Wagrain/Flachau, (40 km),
Saalbach/Hinterglemm (45 km),
Kitzbühel (55 km)

Topp 10 skíðaráð

  • Mæta snemma í brekkurnar
    • Brekkurnar eru bestar á morgnana og þá er færra fólk í fjallinu. Þegar líður á daginn myndast oft hólar og færið verður erfiðara.
  • Skíða í troðaraförum
    • Það jafnast ekkert á við að vera fyrstur í fjallið og skíða í troðaraförunum.
  • Velja brekkur við hæfi
    • Ef þú ert byrjandi haltu þig þá í bláu brekkunum og færðu þig svo yfir í erfiðari brekkur (rauðar og svartar) þegar hæfnin eykst.
  • Flakka á milli skíðasvæða eða innan skíðasvæðis
    • Skoðið kort af skíðasvæðinu og finnið leiðir þar sem hægt er að ferðast innan skíðasvæðið með því að fara aldrei tvisvar í sömu lyftuna. Líka gaman að fara á nýtt skíðasvæði á hverjum degi.
  • Eiga góða skíðaskó
    • Ef þú ert að koma þér upp skíðagræjum, byrjaðu þá á að fá þér góða skíðaskó sem passa vel á þig. Alltaf hægt að leigja skíðin og þá er líka minni farangur í fluginu.
  • Prófa nýja rétti á veitingastöðunum
    • Flestir veitingastaðir í fjallinu bjóða upp á hefðbunda Austurríska rétti eins og Gulaschsuppe, Wiener Schnitzel, Kaiserschmarn, Kässpatzen, Germknödel, Apfelstrudel og Tyroler Gröstl
  • Apre ski
    • Eftir góðan skíðadag er ómissandi að setjast niður og frá sér drykk á Apre ski í bænum eða neðst á skíðasvæðinu.
  • Sauna eftir skíði
    • Að slaka á í sauna eftir góða skíðadag er ómissandi
  • Vera í góðu formi fyrir skíðaferð
    • Mjög gott að vera búinn að koma sér í gott form fyrir skíðaferð til að koma í veg fyrir harðsperrur og strengi eftir fyrstu dagana. Hnébeygjur og jafnvægisæfingar er góður undirbúiningur.
  • Njóta
    • Þú ert í fríi! Skíðaferðir snúast ekki um tækni eða hraða, heldur að njóta með vinum eða fjölskyldu. Njótið fjallanna, útsýnisins og samverunnar.