
- Mæta snemma í brekkurnar
- Brekkurnar eru bestar á morgnana og þá er færra fólk í fjallinu. Þegar líður á daginn myndast oft hólar og færið verður erfiðara.
- Skíða í troðaraförum
- Það jafnast ekkert á við að vera fyrstur í fjallið og skíða í troðaraförunum.
- Velja brekkur við hæfi
- Ef þú ert byrjandi haltu þig þá í bláu brekkunum og færðu þig svo yfir í erfiðari brekkur (rauðar og svartar) þegar hæfnin eykst.
- Flakka á milli skíðasvæða eða innan skíðasvæðis
- Skoðið kort af skíðasvæðinu og finnið leiðir þar sem hægt er að ferðast innan skíðasvæðis með því að fara aldrei tvisvar í sömu lyftuna. Líka gaman að fara á nýtt skíðasvæði á hverjum degi.
- Eiga góða skíðaskó
- Ef þú ert að koma þér upp skíðagræjum, byrjaðu þá á að fá þér góða skíðaskó sem passa vel á þig. Alltaf hægt að leigja skíðin og þá er líka minni farangur í fluginu
- Prófa nýja rétti á veitingastöðunum
- Flestir veitingastaðir í fjallinu bjóða upp á hefðbunda Austurríska rétti eins og Gulaschsuppe, Wiener Schnitzel, Kaiserschmarn, Käsespätzle, Germknödel, Apfelstrudel og Tyroler Gröstl
- Apre ski
- Eftir góðan skíðadag er ómissandi að setjast niður og frá sér drykk á Apre ski í bænum eða neðst á skíðasvæðinu.
- Sauna eftir skíði
- Að slaka á í sauna að loknum skíðadegi er ómissandi
- Vera í góðu formi fyrir skíðaferð
- Mjög gott að vera búinn að koma sér í gott form fyrir skíðaferð til að koma í veg fyrir harðsperrur og strengi eftir fyrstu dagana. Hnébeygjur og jafnvægisæfingar er góður undirbúiningur.
- Njóta
- Þú ert í fríi! Skíðaferðir snúast ekki um tækni eða hraða, heldur að njóta með vinum eða fjölskyldu. Njótið fjallanna, útsýnisins og samverunnar.
10 góð skíðaráð (PDF -til útprentunar)