Húsið í Rauris

Lýsing og stærð

Húsið er staðsett í Schiefergasse 1, sem er í miðbæ Rauris.

Í húsinu eru tvær íbúðir (jarðhæð og 2.hæð) og svefnloft. Hægt er að leigja eina íbúð, eina íbúð með svefnlofti eða allt húsið.

Í hvorri íbúð er svefnpláss fyrir 4-6 manns. Þar er svefnherbergi með hjónarúmi og koju (íbúð efri hæð), stofa með svefnsófa, eldhús og baðherbergi. Öll eldhúsáhöld, kaffivél, hitakanna, örbylgjuofn, og uppþvottavél er í báðum íbúðum. Á svefnlofti er svefnaðstaða fyrir 10 manns, sjónvarp, leikjatölva, salerni og kamína.

Aðgangur að skíðageymslu í kjallara fylgir íbúðunum og bílastæði fyrir allt að fimm bíla er við húsið.

Í garðinum er stórt gufubað sem gestir hafa afnot af.

Göngufæri er í miðbæinn, skíðalyftur, matvörubúðir (Spar og Billa) og veitingastaði.

Verð frá 390 evrum vikan

Sendið fyrirspurn og óskir um tilboð á netfangið: austurriki@gmail.com

Loftmynd af húsinu
Húsið og garðurinn á miðri mynd
Garðurinn
Garður í suður
Inngangur í húsið
Inngangur frá Schiefergasse
Mynd af húsinu að vetri til
Útsýni af svölum
Útsýni af svölunum
Sundlaug og sólbekkir í garðinum
Svefnherbergi
Gufubað í garðinum

Myndir af íbúðum